Ístak starfrækir einingaverksmiðju fyrir steyptar einingar. Í steypuskálanum eru framleiddar CE vottaðar forsteyptar einingar á þremur steypuborðum skálans og geta einingarnar verið af öllum stærðum og gerðum. Auk einingaframleiðslunnar tekur steypuskálinn einnig að sér ýmis trésmíðaverkefni. Viðskiptavinir geta fengið tilboð í framleiðslu á hverskyns einingum eftir teikningum.