Jafnréttis- og jafnlaunastefna Ístaks

Með stefnu Ístaks í jafnréttismálum ætlar Ístak að uppfylla kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Stefnan felur í sér skuldbindingu um stöðugt umbótaferli sem fylgt er eftir með aðgerðaáætlun, er sem hér segir: 

 

 

Ístak greiðir starfsfólki jöfn kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, jafnt konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu. Launasetning hjá Ístaki ræðst af málefnalegum þáttum, þ.e. verðmæti starfs og reynslu og menntun starfsmanns.  

Ístak kappkostar að ráðningar, starfsþróun og símenntun feli ekki í sér mismunun á grundvelli kyns eða kynlausrar skráningar, aldurs eða þjóðernis. Þess skal gætt að orðalag og framsetning auglýsinga gefi til kynna að Ístak óskar eftir starfsfólki af öllum kynjum og kynskilgreiningum, aldri eða þjóðerni.  

 

Leitast er við að kynjahlutfall innan fyrirtækis endurspegli kynjahlutföll innan starfsgreina.  

 

Ístak gerir starfsfólki kleift að samræma skyldur gagnvart einkalífi og vinnu. 

Ístak er vinnustaður þar sem einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni er ekki liðið.

Kynna ber jafnréttisstefnu fyrirtækisins fyrir starfsfólki og er árangur metinn árlega.