Gæðastefna Ístaks
Við fylgjum lögum og samningum
Við fylgjum gildandi lögum, reglugerðum og gagnkvæmum samningum sem er grunnskilyrði fyrir vinnu okkar og skilningi okkar á gæðum.
Við erum fagleg
Við leggjum áherslu á að taka þátt í faglegu samstarfi og ánægja viðskiptavina skiptir máli. Við uppfyllum umsamdar kröfur og væntingar í tengslum við viðskiptavini og samstarfsmenn. Við skjölum verk okkar að því marki sem gerir okkur kleift að sýna samræmi milli krafna og framkvæmdar. Við lítum á skipulagningu og undirbúning sem grunnskilyrði í daglegu starfi.
Við stefnum að því að bæta gæði
Við vinnum að stöðugum endurbótum með kerfisbundnu eftirliti og höfum eftirlit með ferlum sem hafa áhrif á gæði.
Við berum öll ábyrgð á gæðum
Allir starfsmenn taka virkan þátt í forvörnum og endurbótum. Reynslu og sköpunargáfu er miðlað og nýtt í áframhaldandi þróun.