Ístak hefur rekið Stapafellsnámu á Reykjanesi allt frá síðustu aldamótum. Úr námunni er selt bæði unnið og óunnið efni til verktaka - einkum á Suðurnesjum. Að jafnaði eru tveir starfsmenn að störfum í Stapafellsnámu við vinnslu og afgreiðslu efnis. Við kappkostum að veita hraða og góða þjónustu til að fullnægja ríkum kröfum viðskiptavina okkar.