BIM er skammstöfun fyrir enska hugtakið Building Information Modelling sem á íslensku hefur verið þýtt sem upplýsingalíkön. Í BIM ferli er hugsunin sú að byggja stafrænt ásamt því að auka gæði gagna og auka aðgengi að þeim. BIM er byggt upp á og styðst við þrívídd sem eykur áreiðanleika upplýsinga miðað við hefðbundin tvívíð gögn. Með því að styðjast við BIM og önnur stafræn verkfæri er mögulegt að hagræða og betrumbæta ýmsa verkferla sem unnir eru í ferli framkvæmda. Með BIM og öðrum stafrænum verkfærðum næst fram:
Hjá Ístaki starfar öflugt BIM/VDC þróunarteymi sem samanstendur af sérfræðingum með ólíkan bakgrunn og sérþekkingu. Tilgangur teymisins er að þjóna verkum og deildum fyrirtækisins með sérhæfðri þjónustu BIM og annarri upplýsingatækni með það að markmiði að skapa virði fyrir verkefnin og auka ánægju viðskiptavina okkar.
Sjá öll verkefni