22.01.25

Nýtt svið - Innri þjónusta

Hjá Ístak leggjum við stöðugt áherslu á að finna leiðir til að gera enn betur. 

 

Til að tryggja framúrskarandi þjónustu við verkefnin okkar kynnum við nú nýtt svið, Innri þjónusta. Þar sem við sameinum fjórar stoðdeildir undir eina heild til að styrkja stöðu okkar sem leiðandi verktaka á Íslandi. 

 

Þessar deildir eru: 

  • Gæða- og öryggisdeild 

  • BIM og tækniþróun 

  • Áætlanadeild 

  • Innkaupadeild 

  •  

Thomas Skov Jensen leiðir nýja sviðið og hefur jafnframt tekið sæti í framkvæmdastjórn. 

 

Markmið breytinganna: 

  • Að færa þjónustuna nær verkefnum okkar og tryggja markvissa og skilvirka þjónustu. 

  • Að veita stjórnendum og tæknimönnum heildstæða og faglega þjónustu sem stuðlar að betri þekkingarmiðlun og bættu upplýsingaflæði. 

  • Að styðja þróun verkefna og tilboðsvinnu með því að samræma vinnubrögð milli kjarnadeilda. 

 

Ávinningur breytinganna: 

  • Aukið öryggi og gæði með því að gera ávallt betur í framkvæmdum. 

  • Betri stuðningur við hvert verkefni frá upphafi til enda. 

  • Framsæknari nálgun á verkefni með því að hámarka nýtingu á tækni og sérhæfðri þekkingu innan Ístak. 

 

Við erum sannfærð um að þessar breytingar efli getu okkar til að mæta framtíðaráskorunum og aðstoða við að tryggja framúrskarandi árangur í öllum verkefnum okkar.