16.04.25

Ístak leggur sitt af mörkum til styrktar Píeta-samtökunum

Í sumar hyggst Bergur Vilhjálmsson ganga frá Goðafossi til Reykjavíkur – yfir Sprengisand – með 100 kílóa kerru í eftirdragi! Markmið göngunnar er að vekja athygli á mikilvægi andlegrar heilsu og safna fé til styrktar Píeta-samtökunum. 

 

Eins og einhverjir muna gekk Bergur Hvalfjörðinn, með 210 kg byrði til styrkar sama málefni, í fyrra.  

 

Faðir Bergs er starfsmaður Ístaks og leitaði til Vélsmiðjunnar okkar í vetur eftir aðstoð við þetta verkefni, sem var auðsótt. Starfsmenn vélsmiðjunnar hönnuðu gripinn og settu saman af sinni alkunnu snilld. 

 

Við erum stolt af því að taka þátt í þessu verkefni og óskum Bergi góðs gengis á þessari mögnuðu vegferð!  

 

Hægt er að lesa meira um verkefnið hér: 

https://www.mbl.is/.../gengur_med_100_kiloa_kerru_yfir.../