12.05.23

Framkvæmdir við hringveginn um Kjalarnes á tíma

Fram­kvæmd­ir við hring­veg­inn um Kjal­ar­nes hafa nú staðið yfir í um þrjú ár. Fyrsti áfangi verks­ins verður opnaður í næsta mánuði. Heild­arverk­efnið snýr að því að breikka hring­veg­inn frá Kollaf­irði að Hval­fjarðar­vegi, en fyrsti áfang­inn nær frá Kollaf­irði að Grund­ar­hverfi. 

 

Á kafl­an­um sem opna á í byrj­un júní hef­ur verið unnið að því að breikka hring­veg­inn í 2+2-veg frá Varm­hól­um við Kolla­fjörð lang­leiðina að Grund­ar­hverfi, með hring­torgi við Móa, und­ir­göng­um við Varm­hóla og Salt­vík auk hliðar­vega, ásamt reiðstíg­um og stíg­um fyr­ir gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur. Að öll­um lík­ind­um verður ein­hver frá­gagns­vinna og vinna við hliðar­vegi eft­ir þó veg­ur­inn opni í júní, en þær fram­kvæmd­ir klár­ast þó í sum­ar.  

 

Samkvæmt samningi eru verklok þann 31.maí 2023 en verkinu seinkar aðeins inn í sumarið vegna mikils aukins umfangs verksins í gegnum verktímann.