Framkvæmdir við hringveginn um Kjalarnes hafa nú staðið yfir í um þrjú ár. Fyrsti áfangi verksins verður opnaður í næsta mánuði. Heildarverkefnið snýr að því að breikka hringveginn frá Kollafirði að Hvalfjarðarvegi, en fyrsti áfanginn nær frá Kollafirði að Grundarhverfi.
Á kaflanum sem opna á í byrjun júní hefur verið unnið að því að breikka hringveginn í 2+2-veg frá Varmhólum við Kollafjörð langleiðina að Grundarhverfi, með hringtorgi við Móa, undirgöngum við Varmhóla og Saltvík auk hliðarvega, ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Að öllum líkindum verður einhver frágagnsvinna og vinna við hliðarvegi eftir þó vegurinn opni í júní, en þær framkvæmdir klárast þó í sumar.
Samkvæmt samningi eru verklok þann 31.maí 2023 en verkinu seinkar aðeins inn í sumarið vegna mikils aukins umfangs verksins í gegnum verktímann.