Í síðustu viku fór BIM dagur Ístaks fram í þéttsetnum sal Verkfræðinnar í Reykjavík. Á viðburðinum komu fram aðilar bæði frá BIM deild Ístaks og Per Aarsleff, systurfyrirtæki Ístaks. Þau héldu kynningu á stafrænni þróun og notkun BIM líkana í framkvæmdum, með áherslu á virðissköpun og hagræðingu.
Tilgangurinn með viðburðinum var að kynna fyrir samstarfsaðilum Ístaks hversu gagnleg stafræn þróun og BIM líkön eru í verklegum framkvæmdum og deila okkar reynslu í notkun og innleiðingu á þeim.
Við þökkum ykkar sem mættu kærlega fyrir þátttökuna og vonumst til að sjá ykkur aftur að ári!