Í dag var haldið upp 100 ára starfsafmæli bræðranna Steindórs Óla Ólason og Jón Gils Ólason hjá Ístak. Eiga þeir hvor farsæl 50 ár að baki hjá fyrirtækinu. Starfsferill þeirra spannar víðtæk verkefni, frá virkjunum og hafnargerð til gangagerðar, vegagerðar og gerð varnargarða hér á Íslandi en einnig í Færeyjum, Noregi, Tansaníu og víðar.
Steindór Óli Ólason hóf störf hjá Ístak árið 1974 sem sumarmaður, fyrstu árin vann hann m.a. við Mjólkárvirkjun og í fleiri innlendum verkefnum. Verkefni hans hafa verið fjölbreytt, en meðal þeirra eru jarðvinna, hafnargerð og sprengivinna. Á árunum 1985-1989 stýrði hann hafnargerð í Færeyjum. Steindór starfaði síðar sem verkstjóri í stórum verkefnum eins og Blönduvirkjun, Vestfjarðagöngum, Hvalfjarðargöngum og Fáskrúðsfjarðargöngum. Hann hefur einnig verið við störf í Grænlandi og Noregi, þar sem hann vann að hafnargerð, gangagerð og virkjunum. Steindór starfar í dag sem verkstjóri yfir varnargörðunum.
Jón Gils Ólason hóf störf hjá Ístak árið 1973 sem aðstoðarmaður í mælingum við vegagerð. Árið 1979 hóf hann störf hjá Pihl í Færeyjum, þar sem hann vann við flugvallargerð. Hann hefur víða komið að framkvæmdum um allan heim, m.a. í Yemen, Tansaníu og Maldivum. Hann starfaði við frárennsliskerfi, vegagerð og hafnargerðir í mörgum löndum og sinnti lykilhlutverki í framkvæmdum eins og Hvalfjarðargöngum, Hirtshals hafnargerð og Quorlortorsuaq virkjun á Grænlandi. Frá árinu 2017 hefur Jón verið verkstjóri véladeildar Ístaks.
Bræðurnir hafa á ferli sínum unnið ómetanlegt starf fyrir Ístak, bæði hérlendis og erlendis, og hafa sett mark sitt á margar stórframkvæmdir. Ístak þakkar þeim bræðum fyrir sitt einstaka framlag til fyrirtækisins.