Þjónusta

Stjórnun verka

Auk þess að taka að sér verk í aðalverktöku, ýmist í kjölfar útboða eða beinna samninga, hefur Ístak umfangsmikla reynslu af stjórnun verka í svokallaðri stýriverktöku. Við leggjum metnað okkar í alla verkstjórn, jafnt stór sem smá verk.

Sjá nánar

Steypuskáli

Ístak starfrækir einingaverksmiðju fyrir steyptar einingar. Í steypuskálanum eru framleiddar CE vottaðar forsteyptar einingar á þremur steypuborðum skálans. Auk einingaframleiðslunnar tekur Ístak einnig að sér ýmis trésmíðaverkefni.

Sjá nánar

Viðhaldsþjónusta

Viðhaldsþjónusta Ístaks sérhæfir sig í viðhaldi og endurbótum fasteigna fyrir fagaðila á fasteignamarkaði s.s. fyrirtæki, fasteigna- og leigufélög, stofnanir og sveitarfélög. Ístak er traustur samstarfsaðili á sviði viðhalds.

Sjá nánar

Vélsmiðja

Vélsmiðja Ístaks þjónar breiðum hópi viðskiptavina með allt sem snýr að nýsmíði, viðhaldi og uppsetningu á stáli, áli og ryðfríu stáli.

Sjá nánar

Stapafellsnáma

Ístak hefur rekið Stapafellsnámu á Reykjanesi allt frá síðustu aldamótum. Úr námunni er selt bæði unnið og óunnið efni til verktaka - einkum á Suðurnesjum. Við kappkostum að veita hraða og góða þjónustu til að fullnægja ríkum kröfum viðskiptavina okkar.

Sjá nánar

BIM upplýsingatækni

Hjá Ístaki starfar öflugt BIM/VDC þróunarteymi sem samanstendur af sérfræðingum með ólíkan bakgrunn og sérþekkingu. Tilgangur teymisins er að þjóna verkum og deildum fyrirtækisins með sérhæfðri þjónustu BIM og annarri upplýsingatækni með það að markmiði að skapa virði fyrir verkefnin og auka ánægju viðskiptavina okkar.

Sjá nánar