Framkvæmdir á brú við Stóru-Laxá hófust árið 2021. Verkið felst í byggingu brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs vegkafla Skeiða- og Hrunamannavegar beggja vegna, breikkun vegamóta við Skarðsveg og við Auðholtsvegs og gerð reiðstigs. Þessi brú verður til hliðar við núverandi brú, hún verður tvíbreið, staðsteypt, eftirspennt bitabrú. Brúin verður 145m löng í fjórum höfum.
Núverandi staða á verkinu er góð og eftir erfiðan vetur er nú allt á fullu í brúargerð, síðasti stöpull verður steyptur þann 27.7.22. Vinna við undirslátt brúardekks hefst í vikunni. Notuð verða sérstök brúarmót sem keypt voru til landsins vegna brúarverka sem Ístak er með.